Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. mars 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool gæti unnið ensku deildina í Nike búningum
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stiga forskot.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stiga forskot.
Mynd: Getty Images
James Pearce skrifar í kvöld grein á The Athletic þar sem hann segir frá því að Liverpool gæti unnið ensku úrvalsdeildina í búningum frá Nike.

Hlé hefur verið gert á ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa er í gangi.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun vinna deildina, ef keppni verður haldið áfram á þessu tímabili. Deildin gæti mögulega verið spiluð eitthvað fram á sumar og ef það gerist þá gæti Liverpool unnið titilinn í búningum frá öðrum framleiðanda.

Liverpool hefur á tímabilinu, og síðustu tímabil, leikið í búningum frá New Balance en félagið mun skipta yfir í Nike frá og með 1. júní næstkomandi.

Fram kemur einnig í grein The Athletic að búið sé að loka æfingasvæði Liverpool í tvær vikur. Leikmenn æfa heima hjá sér og fá einstaklingsáætlun til að halda sér í góðu líkamlegu standi.

Liverpool á að mæta Manchester City þann 5. apríl, en ólíklegt þykir að sá leikur muni fara fram. Félög í ensku úrvalsdeildinni munu hittast á fimmtudag og ræða framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner