Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fim 16. mars 2023 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfiðasti hópur sem Arnar hefur valið - Dagur olli stórum hausverk
Icelandair
Þetta var án efa erfiðasti hópurinn að velja
Þetta var án efa erfiðasti hópurinn að velja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan var seldur frá Breiðabliki til Orlando City í MLS-deildinni snemma á árinu.
Dagur Dan var seldur frá Breiðabliki til Orlando City í MLS-deildinni snemma á árinu.
Mynd: Heimasíða Orlando City
Tveir af reynslumestu leikmönnunum, Aron Einar og Sverrir Ingi.
Tveir af reynslumestu leikmönnunum, Aron Einar og Sverrir Ingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir gluggar sem eru opnir núna eru Noregur og Svíþjóð til dæmis, hann gæti farið í eitthvað lið í þessum löndum.
Þeir gluggar sem eru opnir núna eru Noregur og Svíþjóð til dæmis, hann gæti farið í eitthvað lið í þessum löndum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson valdi í gær 24 manna leikmannahóp fyrir tvo leiki í undankeppni EM. Íslenska liðið mætir fyrst Bosníu-Hersegóvínu í Senica eftir viku og svo mætir liðið Liechtenstein í Vaduz þremur dögum síðar.

Arnar ræddi við fjölmiðla í dag um valið á hópnum og komandi verkefni.

„Þetta var svona í fyrsta skipti sem maður fékk nokkrum sinnum hausverk á meðan maður var að velja og púsla saman. Við erum á góðum stað akkúrat núna með okkar leikmenn, margir að spila vel, margir að spila mikið."

„Blandan af ungu og efnilegu, og þeir eldri og reyndari - það eru nánast allir heilir, ekki mikið um meiðsli. Þetta var án efa erfiðasti hópurinn að velja,"
sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

Margir af eldri og reyndari leikmönnunum eru með í hópnum, leikmenn eins og Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason eru allir í hópnum, fjöldi reynslumikilla leikmanna sem hefur ekki sést undanfarin tvö ár.

„Það er eitthvað sem við höfum getað skilið eftir, þessi málefni sem hafa hrjáð okkur svolítið undanfarin tvö ár, það er búið og við erum að einbeita okkur að fótbolta núna. Þessir leikmenn eru að spila mjög vel og eru fit, eitthvað sem var t.d. fyrir þremur árum ekki alltaf raunin. Við erum mjög ánægðir með það."

Birkir að semja við lið í Skandinavíu?
Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, er ekki í hópnum. Í svörum sínum í gær sagði Arnar að hann og Birkir hefðu verið sammála um að Birkir yrði ekki með í hópnum. Vildi Brikir vera í hópnum?

„Já, auðvitað. Birkir er mikill sigurvegari, vill spila alla leiki og allar mínútur. En þegar við fórum að greina stöðuna hans og hvað hann væri búinn að spila mikið undanfarnar vikur og hvar hann er akkúrat núna. Hann er að rifta samningi við sitt félag. Þeir gluggar sem eru opnir núna eru Noregur og Svíþjóð til dæmis, hann gæti farið í eitthvað lið í þessum löndum."

„Birkir gerir sér alveg grein fyrir því að tempó í landsleikjum er allt annað en á æfingu. Við tókum þá ákvörðun að þetta væri best fyrir liðið og að hann myndi einbeita sér að því að klára sín mál, koma sér í stand og byrja spila fótbolta,"
sagði Arnar.

Dagur virkilega að berja á hurðina
Landsliðsþjálfarinn talaði um hausverk og var einn af þeim sá að þurfa skilja Dag Dan Þórhallsson eftir utan hóps. Dagur er einn af fimm varamönnum í hópnum. Hvernig metur Arnar uppganginn á Degi síðasta árið?

„Það er ekkert leyndarmál að ég fékk stóran hausverk af því að þurfa skilja leikmann eins og Dag Dan fyrir utan akkúrat núna."

„Hann stóð sig frábærlega með Breiðabliki sem kannski ekki allir bjuggust við, var með okkur í nóvember og í janúar og stóð sig frábærlega í bæði skiptin. Mér fannst hann í janúar hafa tekið skref frá því í nóvember. Eftir janúarverkefnið er hann seldur til Bandaríkjanna, þegar maður fylgist með MLS-deildinni og Meistaradeildinni þar þá sér maður að hann er á réttri leið."

„Hann er ekki bara að banka á dyrnar, hann er virkilega með hnefann að berja á hurðina,"
sagði Arnar.

Viðtalið er talsvert lengra, t.d. fleiri spurningar tengdar Degi Dan, og má sjá það í heild sinni í spilaranum að neðan.
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner