Liverpool og Newcastle United eigast við í úrslitaleik enska deildabikarsins klukkan 16:30 á Wembley í dag.
Írski landsliðsmaðurinn Caoimhin Kelleher er í marki Liverpool í leiknum á meðan Alisson fer á bekkinn.
Jarell Quansah kemur þá inn í hægri bakvörðinn í stað Trent Alexander-Arnold sem er meiddur. Diogo Jota er í fremstu víglínu og þá eru þeir Cody Gakpo, Curtis Jones og Darwin Nunez allir á bekknum.
Liverpool: Kelleher, Quansah, Van Dijk, Konate, Robertson, Szoboszlai, Mac Allister, Gravenberch, Diaz, Salah, Jota
Varamenn: Alisson, Endo, Nunez, Chiesa, Jones, Gakpo, Elliott, Tsimikas, McConnell
Lið Newcastle er óbreytt frá síðasta leik. Alexander Isak er upp á topp en það vantar auðvitað Sven Botman og Lewis Hall. Anthony Gordon er þá í leikbanni.
Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Burn, Livramento, Tonali, Guimaraes, Joelinton, Murphy, Barnes, Isak.
Varamenn: Dubravka, Krafth,Targett, Longstaff, Miley, Willock, Wilson, Osula, Neave.
Athugasemdir