Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   sun 16. mars 2025 15:23
Brynjar Ingi Erluson
Karólína með stoðsendingu annan leikinn í röð - Tvö sjálfsmörk í Mílanó-slag
Karólína Lea kom með góða innkomu af bekknum
Karólína Lea kom með góða innkomu af bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp mark annan leikinn í röð er Bayer Leverkusen burstaði Werder Bremen, 6-0, í þýsku deildinni í dag.

Á dögunum lagði Karólína upp mark í 2-0 sigri á Jena og fylgdi því vel á eftir gegn Bremen.

Hún byrjaði á bekknum en kom inn á þegar hálftími var eftir í stöðunni 4-0.

Karólína lagði upp fimmta markið fyrir Corneliu Kramer þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Þetta var fimmta stoðsending hennar í deildinni á þessu tímabili.

Leverkusen er í 4. sæti deildarinnar með 36 stig, átta stigum frá toppnum.

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki Inter í fjörugu 3-3 jafntefli gegn nágrönnunum í AC Milan í Seríu A.

Inter tók þrisvar sinnum forystuna í leiknum en alltaf kom Milan til baka. Tvö af þremur mörkum Milan voru sjálfsmörk frá Beatrice Merlo og Mariju Milenkovic.

Svekkjandi úrslit fyrir Inter sem vildi nýta óvænt tap toppliðs Juventus gegn Fiorentina í dag. Inter er áfram tíu stigum á eftir Juventus í titilbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner