Kristianstad og Norrköping mættust í algjörum úrslitaleik um að komast áfram í undanúrslit í sænska bikarnum í dag.
Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir, fyrirliði liðsins, voru allar í byrjunarliði Kristianstad sem tapaði 1-0 og er því úr leik.
Sigdís Eva Bárðardóttir er leikmaður Norrköping en hún hefur ekkert spilað í þremur síðustu leikjum liðsins.
Telma Ívarsdóttir sat á bekknum þegar Rangers rúllaði yfir Motherwell 8-0 í skosku deildinni. Rangers er í 2. sæti með 55 stig, tveimur stigum á eftir Hibernian.
Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði rúmlega klukkutíma þegar Madrid CFF vann 3-1 gegn Granada í spænsku deildinni. Madrid er í 10. sæti með 25 stig eftir 22 umferðir.
María Þórisdóttir spilaði allan leikinn þegar Brighton vann 1-0 gegn Tottenham í ensku deildinni. Brighton er í 5. sæti með 22 stig eftir 16 umferðir.
Athugasemdir