Mun framlengja við Atletico
Antoine Griezmann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Atletico Madrid strax.
Samkvæmt Relevo þá bendir allt til þess að Griezmann muni framlengja við Atletico til ársins 2027. Það verði engin sápuópera í kringum hann í sumar.
Samkvæmt Relevo þá bendir allt til þess að Griezmann muni framlengja við Atletico til ársins 2027. Það verði engin sápuópera í kringum hann í sumar.
Fram kemur á síðunni að það sé útilokað að hann muni fara annað í sumar. Hann hefur verið að daðra við MLS-deildina en fer ekki þangað strax.
Griezmann er algjör goðsögn hjá Atletico og Diego Simeone, stjóri liðsins, lítur á hann sem mikilvægan leikmann þó hann sé orðinn 34 ára gamall.
Griezmann hefur á þessu tímabili skorað 16 mörk í 45 leikjum fyrir Atletico. Hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Athugasemdir