Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 13:22
Elvar Geir Magnússon
Gabonskur landsliðsmaður féll af byggingu í Kína og lést
Aaron Boupendza í leik með Cincinnati
Aaron Boupendza í leik með Cincinnati
Mynd: EPA
Gabonski landsliðsmaðurinn Aaron Boupendza lést eftir að hafa fallið af elleftu hæð á byggingu í Kína, hann var 28 ára gamall.

Sóknarmaðurinn lék alls 35 landsleiki fyrir Gabon og lék fyrir þjóð sína í Afríkukeppninni 2021.

Boupendza gekk í raðir kínverska félagsins Zhejiang í Hangzhou frá rúmenska félaginu Rapid Búkarest í janúar.

Hann hóf feril sinn með CF Mounana í heimalandinu og lék einnig í Frakklandi, Portúgal, Tyrklandi, Katar, Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum.

Brice Oligui Nguema, forseti Gabon, hefur skrifað minningarorð um Boupendza og lýsir honum sem hæfileikaríkum leikmanni sem hafi verið gabonskum fótbolta til mikils sóma.
Athugasemdir
banner
banner