Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   mið 16. apríl 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 
Sá yngsti leiðréttir misskilning varðandi hæð sína
Sigurður Breki er 162 sentimetrar á hæð.
Sigurður Breki er 162 sentimetrar á hæð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason skaust fram á sjónarsviðið á mánudag þegar hann var óvænt í byrjunarliði KR gegn Val í Bestu deildinni. Hann var þar með sá yngsti til að byrja leik í efstu deild.

Þessi smái en knái leikmaður lék allan leikinn í 3-3 jafntefli og gerði það vel, var mjög hugaður og sýndi þá hæfileika sem hann hefur.

„Það voru kannski ein­hverj­ir sem ráku upp stór augu þegar þeir sáu nafnið hans og enn fleiri þegar þeir sáu stærðina á hon­um," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, við mbl.is eftir leikinn.

Samkvæmt Transfermarkt er Sigurður Breki skráður 155 sentimetrar á hæð en í viðtali í fréttatíma Stöðva 2 leiðrétti hann þann misskilning. Hann er í raun 162 sentimetrar.

„Það hefur verið sagt að ég sé 1,55 en er 1,62 í alvörunni," sagði Sigurður sem er auðvitað fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni."

„Ég held að ég fái hæfileikana frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki," sagði Sigurður jafnframt í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að neðan.


Athugasemdir
banner