Heimild: Stöð 2
Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason skaust fram á sjónarsviðið á mánudag þegar hann var óvænt í byrjunarliði KR gegn Val í Bestu deildinni. Hann var þar með sá yngsti til að byrja leik í efstu deild.
Þessi smái en knái leikmaður lék allan leikinn í 3-3 jafntefli og gerði það vel, var mjög hugaður og sýndi þá hæfileika sem hann hefur.
Þessi smái en knái leikmaður lék allan leikinn í 3-3 jafntefli og gerði það vel, var mjög hugaður og sýndi þá hæfileika sem hann hefur.
„Það voru kannski einhverjir sem ráku upp stór augu þegar þeir sáu nafnið hans og enn fleiri þegar þeir sáu stærðina á honum," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, við mbl.is eftir leikinn.
Samkvæmt Transfermarkt er Sigurður Breki skráður 155 sentimetrar á hæð en í viðtali í fréttatíma Stöðva 2 leiðrétti hann þann misskilning. Hann er í raun 162 sentimetrar.
„Það hefur verið sagt að ég sé 1,55 en er 1,62 í alvörunni," sagði Sigurður sem er auðvitað fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni."
„Ég held að ég fái hæfileikana frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki," sagði Sigurður jafnframt í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að neðan.
Athugasemdir