PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið einvígið gegn Aston Villa. Liðið vann 3-1 í París en tapaði 3-2 á Villa Park í gær.
Frönsk fjölskylda gerði sér ferð til Englands í gær en hinn 13 ára Mael fékk ferðina í afmælisgjöf. Hann var þarna ásamt föður sínum og tveimur félögum.
Öryggisverðir skipuðu þeim að yfirgefa völlinn í hálfleik eftir að Mael fagnaði seinna marki PSG þegar Nuno Mendes kom liðinu í 2-0.
Aymeric Le Meignen, fjölskylduvinur, skrifaði færslu á X þar sem hann sagði frá því að þeir hafi verið meðal stuðningsmanna Villa þar sem það hafi verið gríðarlega erfitt að fá miða meðal stuðningsmanna PSG.
„Litli strákurinn grét fyrir framan öryggisverðina. Ég trúði því ekki að þeir gætu gert þetta við barn," skrifar Aymeric.
Athugasemdir