
Lúðvík Gunnarsson þjálfari Kára var stoltur af sínum mönnum eftir naumt tap gegn Selfyssingum í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
„Við gáfum þeim leik. Við vissum alveg að við gátum gefið þeim leik, við erum með hörkulið. Bara gaman að gefa þeim þennan leik sem við gáfum þeim og pínu svekkjandi að fá þetta mark á sig í restina."
Selfyssingar komust í 2-0 snemma í leiknum og lítið sem benti til þess að leikmenn Kára myndu ná að snúa því við.
„Við vorum stressaðir fyrstu 10-15. Þegar við náðum að byrja að spila boltanum þá hafði ég engar áhyggjur. Mér finnst við fínir í fótbolta og við töluðum um það fyrir leik að við getum spilað boltanum ef við einbeitum okkur að því. Ég var alveg rólegur, ótrúlegt en satt".
Kára er spáð góðu gengi í 3.deildinni í sumar og sagði Lúðvík að stefnan væri sett á að komast upp um deild.
„Já það er alveg stefnan. Okkur langar upp og við stefnum á það, eins og mörg önnur lið. Við verðum að vera einbeittir og fókúseraðir á að klára hvern einasta leik. Það er enginn leikur auðveldur í þessari deild."
Athugasemdir