Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. maí 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Daníel Laxdal klár þegar kallið kemur
Daníel Laxdal.
Daníel Laxdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Laxdal, einn besti leikmaður Stjörnunnar í gegnum árin, hefur verið á bekknum í fyrstu leikjum Pepsi Max-deildarinnar.

Hann var ónotaður varamaður í 4-3 útisigri gegn Víkingi Reykjavík í gær.

„Við erum með þrjá mjög öfluga hafsenta. Daníel er klár þegar kallið kemur. Það er gott fyrir okkur. Brynjar og Martin hafa spilað vel, þeir eru þéttir. Daníel er til staðar. Hann er öflugur og með Stjörnuhjarta. Hann gefur allt í þetta þegar hann fær tækifæri," sagði Rúnar eftir leikinn en Brynjar Gauti Guðjónsson og Martin Rauschenberg mynda miðvarðapar Garðabæjarliðsins núna.

Baldur Sigurðsson og Hilmar Árni Halldórsson voru teknir af velli í gær en þeir hafa verið að glíma við meiðsli. Þá var Þórarinn Ingi Valdimarsson á bekknum.

„Baldur fann aðeins til í náranum í hálfleik og Hilmar er enn að jafna sig eftir ökklameiðsli sem hann hlaut gegn ÍBV. Þess vegna tókum við þá út af. Þórarinn Ingi var stífur í lærinu og við erum með það öflugan hóp að við getum hvílt menn í törnum. Það sýnir styrk hópsins."

Stjarnan er með átta stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Pepsi Max-deildinni.
Rúnar Páll: Hlusta ekki á það helvítis kjaftæði
Athugasemdir
banner
banner
banner