Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. maí 2021 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi með þeim skárri í „vandræðalegu tapi"
Mynd: EPA
Everton tapaði óvænt fyrir Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Everton hefur hikstað að undanförnu og hefur liðinu gengið ömurlega á heimavelli. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu 11 heimaleikjum sínum í deildinni. Þetta er dýrt og er Everton í áttunda sæti, þremur stigum frá West Ham í sjöunda sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Everton gæti verið að missa af Evrópusæti.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og var einn af sjö útileikmönnum sem fá 5 í einkunn frá staðarmiðlinum Liverpool Echo. Enginn útileikmaður fær hærri einkunn en það og er sagt í fyrirsögn miðilsins að allir útileikmenn Everton hafi verið „skelfilegir" í „vandræðalegu tapi".

Af umsögn Gylfa að dæma, þá var hann með skárri leikmönnum Everton í leiknum. „Reyndi að skapa eins mikið og hann gat, og kom sér oft í fín svæði, en það var aðeins ákveðið mikið sem hann gat gert."
Athugasemdir
banner
banner