Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 16. maí 2021 22:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi tap en svo sem ekkert meira en við áttum skilið. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var dapur, seinni hálfleikur var skárri og við vorum líklegri að ná inn marki en svo endar það þannig þegar þú sækir stíft að þá geturðu fengið mark í bakið og það gerðist, tvö stykki þannig. Þetta lítur kannski verr út en hvernig leikurinn þróaðist en fyrri hálfleikurinn var ekki góður," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í viðtali eftir 3-0 tap gegn Víkingum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

Óskar talar um lélegan fyrri háfleik, hvað var það sem fór úrskeiðis þar?

„Mér fannst vanta orku, mér fannst vanta grimmd, mér fannst vanta ákveðni og áræðni. Við töpuðum eiginlega öllum boltum á miðjunni og um leið við töpuðum honum á miðjunni þá ná þeir að splundra okkur. Við vorum í eltingaleik stórum hluta hálfleiksins en það lagaðist aðeins þegar við fórum úr þriggja manna vörn í fjögurra manna vörn. Það skipti í raun ekki máli hver leikaðferðin var, hver taktíkin var eða hvert uppleggið var, ef þú ert alltaf skrefinu á eftir þá er aldrei von á góðu og við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik."

Blikar eru aðeins með fjögur stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins, þetta var kannski ekki byrjunin sem Blikar vonuðumst eftir?

„Nei auðvitað viljum við vinna alla leiki sem við tökum þátt í en hins vegar er það bara þannig að þú færð einhvern veginn það sem þú átt skilið. Við erum með fjögur stig og spilamennskan hefur verið þess eðlis, hún hefur ekki verið stöðug þannig að við verðum bara að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun og gera vonandi betur í framhaldinu."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner