mán 16. maí 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona lauk deildartímabilinu með fullt hús stiga
Mynd: EPA

Kvennalið Barcelona er langbesta félagsliðið á Spáni og mögulega víðar eftir að hafa unnið Meistaradeildina í fyrsta sinn í fyrra.


Börsungar hafa átt magnað tímabil og ljúka deildarkeppninni með fullkominn árangur - 30 sigrar úr 30 leikjum.

Barca skoraði 159 mörk á deildartímabilinu og fékk aðeins 11 á sig en liðið er einnig komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem það hefur titil að verja.

Barca mætir einu af sigursælustu kvennaliðum sögunnar í úrslitaleiknum, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon.


Athugasemdir
banner
banner
banner