Ederson, markvörður Manchester City, mun missa af síðustu tveimur leikjum City á tímabilinu.
Ederson þurfti að fara af velli á þriðjudagskvöld þegar City vann 0-2 útisigur gegn Tottenham í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni.
Ederson þurfti að fara af velli á þriðjudagskvöld þegar City vann 0-2 útisigur gegn Tottenham í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni.
Ederson fékk hræðilegt höfuðhögg en hann reyndi að sannfæra lækna City um að leyfa sér að halda áfram. Þeir leyfðu honum að halda leik áfram í nokkrar mínútur áður en Stefan Ortega kom inn af bekknum.
Núna er það ljóst að Ederson getur ekki spilað í síðustu tveimur leikjum tímabilsins og mun Ortega - sem bjargaði stórkostlega gegn Tottenham - standa vaktina í síðustu tveimur leikjum tímabilsins.
City mætir West Ham á sunnudaginn og getur þar með sigri tryggt sér sigur í ensku úrvalsdeildinni. Liðið mætir svo Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins eftir það.
Athugasemdir