
„Sammála henni, við vorum mjög sterkir í fyrri hálfleik, spiluðum mög vel. Í seinni hálfleik þá förum við verja forskotið aðeins. Engu að síður þá skapa þeir sér nánast ekki neitt.
Okkur leið vel og við vorum að fá fín færi í skyndisóknum. Svo við fáum á okkur súrt mark eftir hornspyrnu. Í eina skiptið sem þeir opna okkur af einhverju ráði þá kemur 2-1 markið úr því", sagði Haraldur Árni Hróðmarsson svekktur eftir Grindavík náði ekki að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik í 1-2 tapi á hemavelli á móti Þrótti Reykjavík
Grindvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og fóru með verðskuldaða forystu í leikhlé. Hins vegar mætti annað lið til leiks í þeim seinni sem gerði gestunum kleift að taka yfir leikinn og þá sérstaklega eftir að eini framherji liðsins Adam Árni Róbertsson þurfti að fara meiddur af velli á 61. mínútu.
Okkur leið vel og við vorum að fá fín færi í skyndisóknum. Svo við fáum á okkur súrt mark eftir hornspyrnu. Í eina skiptið sem þeir opna okkur af einhverju ráði þá kemur 2-1 markið úr því", sagði Haraldur Árni Hróðmarsson svekktur eftir Grindavík náði ekki að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik í 1-2 tapi á hemavelli á móti Þrótti Reykjavík
Grindvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og fóru með verðskuldaða forystu í leikhlé. Hins vegar mætti annað lið til leiks í þeim seinni sem gerði gestunum kleift að taka yfir leikinn og þá sérstaklega eftir að eini framherji liðsins Adam Árni Róbertsson þurfti að fara meiddur af velli á 61. mínútu.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 2 Þróttur R.
Það sem hefur einkennt leik Grindvíkinga í sumar er að þeim tekst illa að verjast mörk. Hins vegar var markaskorun vandamálið í kvöld og þá sérstaklega eftir að liðið lendir undir 2-1 á 78. mínútu en liðinu tókst varla að skapa sér færi eftir það.
„Yfirleitt hefur varnarframmistaðan verið ágæt en við gefum bara mörk. Það var það sem gerðist í dag, við verjumst vel. En það koma svona andartaks einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik"
Hollendingurinn Darren Sidoel sem Grindavík fékk til sín í glugganum var loksins kominn með leikheimild og gat spilað í kvöld. Hann byrjaði sem varnarsinnaður miðjumaður og hafði Halli þetta að segja um hans frammistöðu:
„Hann var bara geggjaður, hann er toppleikmaður og gerir liðið okkar betra. Það dró af honum í seinni hálfleik, hann er í lítilli leikæfingu. Það hefur áhrif á liðið þegar svona góður leikmaður kemur inn þá lyftir öllu upp. Að sama skapi þegar það dró úr honum þá dró það líka úr liðinu."
Athugasemdir