Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 25. júlí 2025 23:56
Alexander Tonini
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sammála henni, við vorum mjög sterkir í fyrri hálfleik, spiluðum mög vel. Í seinni hálfleik þá förum við verja forskotið aðeins. Engu að síður þá skapa þeir sér nánast ekki neitt.
Okkur leið vel og við vorum að fá fín færi í skyndisóknum. Svo við fáum á okkur súrt mark eftir hornspyrnu. Í eina skiptið sem þeir opna okkur af einhverju ráði þá kemur 2-1 markið úr því"
, sagði Haraldur Árni Hróðmarsson svekktur eftir Grindavík náði ekki að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik í 1-2 tapi á hemavelli á móti Þrótti Reykjavík

Grindvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og fóru með verðskuldaða forystu í leikhlé. Hins vegar mætti annað lið til leiks í þeim seinni sem gerði gestunum kleift að taka yfir leikinn og þá sérstaklega eftir að eini framherji liðsins Adam Árni Róbertsson þurfti að fara meiddur af velli á 61. mínútu.


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þróttur R.

Það sem hefur einkennt leik Grindvíkinga í sumar er að þeim tekst illa að verjast mörk. Hins vegar var markaskorun vandamálið í kvöld og þá sérstaklega eftir að liðið lendir undir 2-1 á 78. mínútu en liðinu tókst varla að skapa sér færi eftir það.

„Yfirleitt hefur varnarframmistaðan verið ágæt en við gefum bara mörk. Það var það sem gerðist í dag, við verjumst vel. En það koma svona andartaks einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik"

Hollendingurinn Darren Sidoel sem Grindavík fékk til sín í glugganum var loksins kominn með leikheimild og gat spilað í kvöld. Hann byrjaði sem varnarsinnaður miðjumaður og hafði Halli þetta að segja um hans frammistöðu:

„Hann var bara geggjaður, hann er toppleikmaður og gerir liðið okkar betra. Það dró af honum í seinni hálfleik, hann er í lítilli leikæfingu. Það hefur áhrif á liðið þegar svona góður leikmaður kemur inn þá lyftir öllu upp. Að sama skapi þegar það dró úr honum þá dró það líka úr liðinu."

Athugasemdir
banner