
ÍR tók á móti Njarðvík í toppslag Lengjudeildarinnar á AutoCenter vellinum í kvöld.
Njarðvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en ÍR snéru leiknum sér í hag í síðari hálfleik en urðu þó að láta stigið duga eftir að Njarðvík jafnaði svo leikinn aftur alveg í lokin.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 2 Njarðvík
„Njarðvík voru betri í fyrri háflleiknum og við vorum betri í seinni" sagði Marc McAusland fyrirliði ÍR eftir jafnteflið í kvöld.
„Ég er svekktur með jafnteflið. Það er erfitt að fá á sig svona jöfnunarmark eins og við fengum á okkur í kvöld og hvernig við fengum það á okkur. Mögulega heilt yfir þá var jafnteflið bara nokkuð sanngjörn niðurstaða"
ÍR fékk jöfnunarmarkið á sig beint úr aukaspyrnu þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
„Mér finnst við geta gert betur. Þetta er bara eins og það er og svona gerist"
„Við hefum líka getað gert betur í fyrra markinu. Það kemur upp úr föstu leikatriði þar sem einhver fylgir ekki manninum sínum og þannig er það bara"
Njarðvíkingar fengu tækifæri til að fara með öll stigin heim í kvöld en Dominik Radic þrumaði boltanum yfir markið í frábæru tækifæri djúpt inn í uppbótartíma.
„Þetta var frá slæmri sendingu frá mér svo ég var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora. Í hreinskilni sagt þá hefði hann átt að skora svo ég var frekar heppinn"
Nánar er rætt við Marc McAusland í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 14 | 8 | 5 | 1 | 26 - 12 | +14 | 29 |
2. Njarðvík | 14 | 7 | 7 | 0 | 33 - 14 | +19 | 28 |
3. HK | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 15 | +11 | 27 |
4. Þróttur R. | 14 | 7 | 4 | 3 | 26 - 22 | +4 | 25 |
5. Þór | 14 | 7 | 3 | 4 | 32 - 22 | +10 | 24 |
6. Keflavík | 14 | 6 | 4 | 4 | 32 - 24 | +8 | 22 |
7. Völsungur | 13 | 4 | 2 | 7 | 20 - 30 | -10 | 14 |
8. Grindavík | 14 | 4 | 2 | 8 | 29 - 40 | -11 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 14 | 2 | 5 | 7 | 19 - 24 | -5 | 11 |
11. Fjölnir | 14 | 2 | 4 | 8 | 21 - 35 | -14 | 10 |
12. Leiknir R. | 14 | 2 | 4 | 8 | 13 - 29 | -16 | 10 |