Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Breiðabliki í kvöld. Leit Fylkis að fyrsta sigrinum er að reynast erfið.
„Það sem við lögðum upp með gekk vel heilt yfir. Menn lögðu mikla vinnu í þetta og það var karakter í þessu," sagði Ásmundur. Tryggvi Guðmundsson byrjaði á bekknum í kvöld.
„Hann og fleiri voru á bekknum. Þetta var það lið sem ég taldi sterkast miðað við uppleggið okkar í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir