Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   sun 17. ágúst 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fenerbahce leiðir kappið um Zinchenko
Mynd: Brann
Mynd: Arsenal
Tyrkneska stórveldið Fenerbahce hefur áhuga á því að kaupa Oleksandr Zinchenko úr röðum Arsenal.

Úkraínski bakvörðurinn er aðeins með eitt ár eftir af samningi og sér ekki fram á að fá mikinn spiltíma með Arsenal á tímabilinu þar sem hann er í samkeppni við Myles Lewis-Skelly um byrjunarliðssæti en Riccardo Calafiori, Jakub Kiwior og Jurriën Timber geta einnig leyst vinstri bakvarðarstöðuna mjög vel af hólmi.

Það er því lítil þörf á Zinchenko hjá Arsenal en hann er 28 ára gamall og tók þátt í 23 leikjum á síðustu leiktíð, nánast eingöngu inn af varamannabekknum.

Zinchenko hefur spilað 91 leik á þremur árum hjá Arsenal eftir að félagið keypti hann úr röðum Manchester City.

Fulham, Porto og Real Betis eru einnig sögð vera áhugasöm en samkvæmt Sky Sports er það Fenerbahce sem leiðir kapphlaupið.

Talið er að Arsenal sé reiðubúið til að selja Zinchenko fyrir um 15 milljónir punda.
Athugasemdir
banner