Stórlið ítalska boltans spiluðu æfingaleiki fyrr í kvöld í undirbúningi sínum fyrir ítalska deildartímabilið sem hefst um næstu helgi.
Inter lagði Olympiakos að velli með mörkum frá Federico Dimarco og Marcus Thuram, en Dimarco þurfti að fara meiddur af velli í verðskulduðum 2-0 sigri.
Atalanta tapaði þá gegn Juventus þar sem Jonathan David og Dusan Vlahovic sáu um markaskorunina fyrir Juve áður en Lazar Samardzic minnkaði muninn. Lokatölur 1-2 í nokkuð jöfnum slag.
Roma gerði svo jafntefli við Neom frá Sádi-Arabíu þrátt fyrir að taka forystuna í tvígang. Mörk frá Bryan Cristante og Matias Soulé nægðu ekki því Saïd Benrahma og Faris Abdi jöfnuðu metin.
Abdoulaye Doucouré, Marcin Bulka, Ahmed Hegazy og Alexandre Lacazette voru einnig meðal leikmanna í liði Neom.
Bologna tapaði óvænt gegn OFI Crete frá Grikklandi þrátt fyrir mörk frá Riccardo Orsolini og Jens Odgaard. Lokatölur 2-4.
Á sama tíma vann Lazio 2-0 gegn Atromitos með mörkum frá Tijjani Noslin og spænsku kempunni Pedro sem er enn að.
Inter 2 - 0 Olympiakos
1-0 Federico Dimarco ('16)
2-0 Marcus Thuram ('53)
Atalanta 1 - 2 Juventus
0-1 Jonathan David ('73)
0-2 Dusan Vlahovic ('77)
1-2 Lazar Samardzic ('90)
Roma 2 - 2 Neom
1-0 Bryan Cristante ('25)
1-1 Said Benrahma ('26)
2-1 Matias Soule ('32)
2-2 Faris Abdi ('38)
Bologna 2 - 4 OFI Crete
1-0 Riccardo Orsolini ('10)
1-1 T. Fountas ('47)
1-2 G. Theodosoulakis ('50)
2-2 Jens Odgaard ('54)
2-3 T. Fountas ('73, víti)
2-4 Eddie Salcedo ('92)
Lazio 2 - 0 Atromitos
1-0 Tijjani Noslin ('76)
2-0 Pedro ('90)
Rautt spjald: Taty Castellanos, Lazio ('30)
Rautt spjald: Mansur, Atromitos ('30)
Athugasemdir