
Lengjudeildin heldur áfram í dag og spennan magnast. Öll 18. umferð deildarinnar verður leikin í dag.
Guðmundur Magnússon, nýr sóknarmaður Breiðabliks, spáir í leikina sem eru framundan.
Guðmundur Magnússon, nýr sóknarmaður Breiðabliks, spáir í leikina sem eru framundan.
Fylkir 1 - 3 Keflavík (14:00 í dag)
Erfitt tímabil fyrir Fylki, virðist ekkert ganga og sjálfstraustið lítið. Keflavík koma með kassann úti eftir Suðurnesjaslaginn. Fylkir kemst yfir en Keflavik snýr dæminu við og vinnur 1-3.
Njarðvík 2 - 2 Þróttur R. (14:00 í dag)
Njarðvíkur herinn virðist ekki geta tapað og það verður engin breyting á því. Þróttur er með skemmtilegt lið og mikill uppgangur hjá þeim sem ber að hrósa. Markajafntefli sem breytir þó engu, Njarðvík er að fara vinna þessa deild. Jeffsie jr. heldur áfram að skora og Njarðvík skorar úr víti!
HK 4 - 0 Grindavík (14:00 í dag)
Hemmi Hreiðars nær að gíra sína menn upp eftir afhroð á Selfossi. Beinskeyttur bolti sem skilar 4 mörkum og þeir halda búrinu hreinu.
Selfoss 3 - 1 Fjölnir (14:00 í dag)
Selfyssingar eru í stuði og halda því áfram. Fjölnismenn sakna Þengils “the Destroyer” og Jón Daði verður með 2 mörk og 1 stoðsendingu. Egill “Hrotti” Vilhjálmsson setur upp sýningu og slummar einum af 30 metrunum.
Völsungur 1 - 2 Leiknir R. (16:00 í dag)
Völlararnir í sárum eftir tap í síðustu umferð. Þeir sogast nær neðstu sætunum og finna Leiknismenn anda ofan í hálsmálið á þeim eftir að Óli Íshólm setti upp sýningu á Ghetto ground um daginn. Back to back sigur hjá Leikni og Gústi Gylfa fer heim í geymslu og grefur upp Matrix sólgleraugun frá í denn því það fer að sjást loksins til sólar í Efra Breiðholtinu.
ÍR 1 - 0 Þór (16:00 í dag)
Þór á flugi þessa dagana og fátt virðist stoppa þá. ÍR vélin er að hiksta eftir velgengni framan af sumri. Oliver setur hann úr aukaspyrnu af 30 metrunum og tryggir ÍR mikilvægan sigur í lokuðum leik.
Fyrri spámenn:
Hrannar Björn (5 réttir)
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Magnús Þór (3 réttir)
Tómas Bent (3 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Amin Cosic (2 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Viktor Freyr (1 réttur)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)
Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í deildinni eins og hún er núna.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 17 | 10 | 3 | 4 | 41 - 25 | +16 | 33 |
3. ÍR | 17 | 9 | 6 | 2 | 31 - 18 | +13 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 17 | 9 | 3 | 5 | 29 - 21 | +8 | 30 |
6. Keflavík | 17 | 8 | 4 | 5 | 38 - 27 | +11 | 28 |
7. Völsungur | 17 | 5 | 4 | 8 | 29 - 38 | -9 | 19 |
8. Grindavík | 17 | 5 | 2 | 10 | 32 - 48 | -16 | 17 |
9. Selfoss | 17 | 5 | 1 | 11 | 19 - 32 | -13 | 16 |
10. Leiknir R. | 17 | 3 | 4 | 10 | 16 - 34 | -18 | 13 |
11. Fjölnir | 17 | 2 | 6 | 9 | 26 - 41 | -15 | 12 |
12. Fylkir | 17 | 2 | 5 | 10 | 21 - 29 | -8 | 11 |
Athugasemdir