Everton er búið að ganga frá kaupum á markverðinum Tom King sem kemur frá Wolves og gerir tveggja ára samning.
King er þrítugur og var varamarkvörður hjá Wolves í tvö ár. Everton borgar um 100 þúsund pund til að kaupa hann í sínar raðir.
Hann verður þriðji markvörður hjá Everton eftir Jordan Pickford og Mark Travers.
King er sjöundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Everton í sumar eftir Charly Alcaraz, Thierno Barry, Mark Travers, Adam Aznou, Kiernan Dewsbury-Hall og Jack Grealish.
King lék einn leik fyrir U17 landslið Englands og er með einn A-landsleik að baki fyrir Wales.
"It’s such an exciting time for Everton, with the world-class stadium, too, and I can’t wait to get going and be a part of it." ????https://t.co/v3nkxMRejg pic.twitter.com/PTqKBvu1k8
— Everton (@Everton) August 15, 2025
Athugasemdir