Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   sun 17. ágúst 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tom King kominn til Everton (Staðfest)
Mynd: Everton
Everton er búið að ganga frá kaupum á markverðinum Tom King sem kemur frá Wolves og gerir tveggja ára samning.

King er þrítugur og var varamarkvörður hjá Wolves í tvö ár. Everton borgar um 100 þúsund pund til að kaupa hann í sínar raðir.

Hann verður þriðji markvörður hjá Everton eftir Jordan Pickford og Mark Travers.

King er sjöundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Everton í sumar eftir Charly Alcaraz, Thierno Barry, Mark Travers, Adam Aznou, Kiernan Dewsbury-Hall og Jack Grealish.

King lék einn leik fyrir U17 landslið Englands og er með einn A-landsleik að baki fyrir Wales.


Athugasemdir
banner