Óli Jó þjálfari Vals uppskar ekki stig í kvöld á heimavelli gegn sínum gömlu félögum í FH.
"Þetta var jafn leikur en ein mistök vega þungt í svona leik, Lennon gerði mjög vel í að komast framhjá honum. En það er fúlt að tapa"
"Þetta var jafn leikur en ein mistök vega þungt í svona leik, Lennon gerði mjög vel í að komast framhjá honum. En það er fúlt að tapa"
Valsmenn hafa unnið og tapað á víxl að undanförnu.
"Það vantar í okkur stabílitet - það þurfum við að fara vel yfir.
Mér fannst leikurinn hálfgerð skák....ekki hraðskák sko og menn vildu ekki opna sig."
Hvernig finnst Óla að spila fótbolta á meðan að fókusinn er svona á landsliðinu okkar?
"Það er ekkert öðruvísi að spila, en tímasetningin er önnur. Það var ekki mikið af fólki á þessum leik og heldur ekki í leikjunum tveimur í gær. Auðvitað er hugur fólks á stórmótinu."
Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem fylgir, þ.á.m. um uppleggið í leiknum, mögulegt áhlaup í lokin, hasarinn sem gekk á í viðureign við gamla félaga og stöðu Valsmanna í deildinni.
Athugasemdir