
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með 5-0 sigur sinna kvenna á Fylki fyrr í kvöld. Hann var á hraðferð til að ná Herjólfi en gaf sér þó örstutta stund til að spjalla við fréttaritara.
Hann sagðist ekki hafa búist við því að vinna svona afgerandi í dag.
Hann sagðist ekki hafa búist við því að vinna svona afgerandi í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 5 ÍBV
„Það er ekki hægt að segja að þú mætir til leiks og haldir að þú sért að fara að vinna 5-0. Ekki í Pepsi."
„Við byrjuðum leikinn vel í dag og vorum alveg viss um að þau myndu mæta grimm til leiks."
Eyjakonur voru talsvert öflugri aðilinn allan leikinn og fóru illa með Árbæinga á köflum.
„Okkar uppspil og sendingar milli manna voru mjög góðar í dag og um leið og þær voru að pressa aðeins ofarlega þá vorum við alltaf hættulegar með að senda á Cloé bakvið."
Cloé Lacasse var á skotskónum í dag og gerði fjögur mörk.
„Ef þú spilar svona með háa varnarlínu þá er bara mjög erfitt þegar boltinn fer á bakvið því að hún er fljót."
ÍBV er í 4. sæti í Pepsi-deildinni við hlið Stjörnunnar með sextán stig eftir átta leiki. Aðspurður um hver stefnan sé hjá ÍBV svaraði Ian: „Við tökum alltaf bara fyrir einn leik í einu og erum mjög ánægð með þessa byrjun. Við byrjum mótið betur en í fyrra og viljum vera ofarlega og berjast með þessum liðum sem verða í toppbaráttu."
Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir