Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 16. júní 2017 22:09
Þórhallur Valur Benónýsson
Ian Jeffs: Virkilega góður sigur í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með 5-0 sigur sinna kvenna á Fylki fyrr í kvöld. Hann var á hraðferð til að ná Herjólfi en gaf sér þó örstutta stund til að spjalla við fréttaritara.

Hann sagðist ekki hafa búist við því að vinna svona afgerandi í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  5 ÍBV

„Það er ekki hægt að segja að þú mætir til leiks og haldir að þú sért að fara að vinna 5-0. Ekki í Pepsi."

„Við byrjuðum leikinn vel í dag og vorum alveg viss um að þau myndu mæta grimm til leiks."

Eyjakonur voru talsvert öflugri aðilinn allan leikinn og fóru illa með Árbæinga á köflum.

„Okkar uppspil og sendingar milli manna voru mjög góðar í dag og um leið og þær voru að pressa aðeins ofarlega þá vorum við alltaf hættulegar með að senda á Cloé bakvið."

Cloé Lacasse var á skotskónum í dag og gerði fjögur mörk.

„Ef þú spilar svona með háa varnarlínu þá er bara mjög erfitt þegar boltinn fer á bakvið því að hún er fljót."

ÍBV er í 4. sæti í Pepsi-deildinni við hlið Stjörnunnar með sextán stig eftir átta leiki. Aðspurður um hver stefnan sé hjá ÍBV svaraði Ian: „Við tökum alltaf bara fyrir einn leik í einu og erum mjög ánægð með þessa byrjun. Við byrjum mótið betur en í fyrra og viljum vera ofarlega og berjast með þessum liðum sem verða í toppbaráttu."

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner