Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 14:07
Fótbolti.net
Gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu standi
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, hefur fengið talsverða gagnrýni á þessu tímabili.

Talað er um að hann sé í slöku líkamlegu formi og hefur hann meðal annars verið gagnrýndur fyrir það í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977 og í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport.

Háværar sögur eru í gangi um að Stjarnan sé að horfa til Antons Ara Einarssonar en samingur hans við Val rennur út eftir tímabilið.

„Halli Björns í betra standi er að mínu mati besti markvörður deildarinnar. Ég er tilbúinn að fullyrða það. Því miður finnst mér standið á honum ekki gott," sagði Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður í nýjasta þætti Innkastsins.

„Það er morgunljóst að hann er ekki í nægilega góðu standi og hann ber mesta ábyrgð á því sjálfur. En þjálfarateymið hlýtur líka að bera ábyrgð á því," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

Stjarnan er í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner