Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 16. júní 2022 23:57
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Erum að reyna búa til eitthvað hérna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur á móti skemmtilegu KV liði. VIð vorum búnir að fara vel yfir þá og þetta er örugglega liðið sem er búið að bæta sig mest frá umferð eitt. Þeir hafa bætt sig í öllum þessum tölfræðiþáttum sem hægt er að fara yfir.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur um sigurinn og andtæðinganna eftir 2-1 sigur Grindavíkur á KV í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 KV

Grindavíkur liðið var sterkari aðili leiksins framan af leik en gaf heldur eftir þegar líða tók á seinni hálfleik og hleypti KV inn í leikinn. Var Alfreð óánægður með hversu aftarlega liðið féll?

„Já þeir eru alveg góðir þegar þeir fá möguleika á að spila. Við féllum kannski of aftarlega en það vill oft verða þegar maður er yfir að reyna að halda einhverju sem vill oft koma í bakið á manni. “

Sigurinn fleytir Grindavík í þriðja sæti deildarinnar aðeins stigi á eftir toppliði Selfyssinga. Er stigasöfnun og staða liðsins á pari við þær væntingar sem Alfreð gerði fyrir mót?

„Við erum bara að hugsa um okkur. Við viljum fá þrjú stig á þessum velli alltaf og væri mjög gott að fá eitt stig á útivelli og þá erum við í góðum málum. En við þurfum bara að hugsa um okkur, erum að vinna í okkar leik ,leikstíl, okkar samheldni og öllu þessu sem skiptir máli til þess að vinna og vera í góðu fótboltaliði. Við erum að reyna að búa til eitthvað hérna.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner