Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   fim 16. júní 2022 23:57
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Erum að reyna búa til eitthvað hérna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur á móti skemmtilegu KV liði. VIð vorum búnir að fara vel yfir þá og þetta er örugglega liðið sem er búið að bæta sig mest frá umferð eitt. Þeir hafa bætt sig í öllum þessum tölfræðiþáttum sem hægt er að fara yfir.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur um sigurinn og andtæðinganna eftir 2-1 sigur Grindavíkur á KV í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 KV

Grindavíkur liðið var sterkari aðili leiksins framan af leik en gaf heldur eftir þegar líða tók á seinni hálfleik og hleypti KV inn í leikinn. Var Alfreð óánægður með hversu aftarlega liðið féll?

„Já þeir eru alveg góðir þegar þeir fá möguleika á að spila. Við féllum kannski of aftarlega en það vill oft verða þegar maður er yfir að reyna að halda einhverju sem vill oft koma í bakið á manni. “

Sigurinn fleytir Grindavík í þriðja sæti deildarinnar aðeins stigi á eftir toppliði Selfyssinga. Er stigasöfnun og staða liðsins á pari við þær væntingar sem Alfreð gerði fyrir mót?

„Við erum bara að hugsa um okkur. Við viljum fá þrjú stig á þessum velli alltaf og væri mjög gott að fá eitt stig á útivelli og þá erum við í góðum málum. En við þurfum bara að hugsa um okkur, erum að vinna í okkar leik ,leikstíl, okkar samheldni og öllu þessu sem skiptir máli til þess að vinna og vera í góðu fótboltaliði. Við erum að reyna að búa til eitthvað hérna.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner