Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   fim 16. júní 2022 23:57
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Erum að reyna búa til eitthvað hérna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur á móti skemmtilegu KV liði. VIð vorum búnir að fara vel yfir þá og þetta er örugglega liðið sem er búið að bæta sig mest frá umferð eitt. Þeir hafa bætt sig í öllum þessum tölfræðiþáttum sem hægt er að fara yfir.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur um sigurinn og andtæðinganna eftir 2-1 sigur Grindavíkur á KV í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 KV

Grindavíkur liðið var sterkari aðili leiksins framan af leik en gaf heldur eftir þegar líða tók á seinni hálfleik og hleypti KV inn í leikinn. Var Alfreð óánægður með hversu aftarlega liðið féll?

„Já þeir eru alveg góðir þegar þeir fá möguleika á að spila. Við féllum kannski of aftarlega en það vill oft verða þegar maður er yfir að reyna að halda einhverju sem vill oft koma í bakið á manni. “

Sigurinn fleytir Grindavík í þriðja sæti deildarinnar aðeins stigi á eftir toppliði Selfyssinga. Er stigasöfnun og staða liðsins á pari við þær væntingar sem Alfreð gerði fyrir mót?

„Við erum bara að hugsa um okkur. Við viljum fá þrjú stig á þessum velli alltaf og væri mjög gott að fá eitt stig á útivelli og þá erum við í góðum málum. En við þurfum bara að hugsa um okkur, erum að vinna í okkar leik ,leikstíl, okkar samheldni og öllu þessu sem skiptir máli til þess að vinna og vera í góðu fótboltaliði. Við erum að reyna að búa til eitthvað hérna.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner