
„Þetta var baráttuleikur," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 sigur á útivelli gegn Þrótti Vogum í Lengjudeild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 - 1 Afturelding
„Bæði lið eru að leita að fyrsta sigrinum í sumar. Við höfum oft spilað betur í sumar og fengið minna fyrir það. Stigin þrjú komu í dag og það er hrikalega sætt. Strákarnir verðskulda það, því þeir vörðust vel og höfðu mikla trú á verkefninu. Ég er mjög ánægður með frammtisöðuna.''
„Þetta snerist um að vera ofan á í baráttunni og klára heilan leik af fullum krafti, það hefur vantað í síðustu leikjum hjá okkur."
Esteve Pena átti frábæran leik í markinu.
„Esteve er frábær. Búinn að vera öflugur í sumar og þetta var líklega einn hans besti leikur. Hann átti frábæra markvörslu í fyrri hálfleik og ég er hrikalega ánægður með hann."
„Nú erum við komnir í gang og við ætlum að halda áfram. Við viljum meira, við erum rétt að byrja og viljum bæta fleiri stigum við,'' segir Magnús Már.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir