Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. júlí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær ætlar að blása til sóknar
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill breyta um leikkerfi og fara i sóknarsinnaðara leikkerfi en það 4-2-3-1 kerfi sem hann hefur notast við.

Samkvæmt ESPN vill Solskjær fara í 4-3-3 sem gekk svo vel fyrstu mánuðina þegar Solskjær var bráðabirgðarstjóri.

Það gæti þýtt að tvíeykið Scott McTominay og Fred fái færri leiki saman á miðjunni því þeir voru oftast tveir djúpir á miðjunni.

Solskjær er sagður hafa áhuga á því að spila með sóknarsinnaðari miðju, með einungis einn djúpan.

Þetta ættu að vera góð tíðindi fyrir Donny van de Beek sem er sóknarsinnaður miðjumaður sem fékk fá tækifæri á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner