Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 16. júlí 2024 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Stelpurnar okkar takast á við besta framherja í heimi
Icelandair
Ewa Pajor.
Ewa Pajor.
Mynd: EPA
Ísland mætir Póllandi núna klukkan 17:00 í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2025.

Íslenska liðið vann þægilegan 3-0 sigur á pólska liðinu í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli, en í liði Póllands er leikmaður sem við þurfum að hafa góðar gætur á.

„Þær eru með heimsklassa framherja, örugglega besta framherja í heiminum í dag," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, við RÚV í dag.

Þar er hún að tala um Ewu Pajor. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, þekkir Pajor vel enda spila þær saman í Wolfsburg í Þýskalandi. Pajor var langmarkahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 18 mörk.

„Við þurfum að hafa augu á henni. Hún er með gríðarlegan hraða og þær eru með góðan hraða í skyndisóknum sínum. Við megum ekki gera einföld mistök."


Athugasemdir
banner
banner