Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. september 2021 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Nuno: Þetta er sársaukafullt
Nuno Espirito Santo
Nuno Espirito Santo
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Tottenham, var fremur sorgmæddur eftir 2-2 jafnteflið gegn Rennes í Sambandsdeildinni í kvöld en tveir leikmenn meiddust.

Tottenham náði í stig með jöfnunarmarki Pierre-Emile Höjbjerg á 76. mínútu en franska liðið spilaði afar vel í leiknum á meðan það mátti setja spurningamerki við frammistöðu enska liðsins.

„Þetta var ekki fullkomið. Við byrjuðum vel með því að halda bolta og finna góðar línur. Við skoruðum en töpuðum svo stjórn á leiknum. Rennes er mjög gott lið og voru að skapa vandamál fyrir okkur," sagði Nuno.

„Það er erfitt að dæma útfrá aðstæðunum á leiknum en við kláruðum leikinn með sæmd og sýndum karakter og trú á að ná í úrslit eftir að við lentum undir."

„Undir lokin vorum við með stjórn og þetta er erfitt lið til að spila við. Völlurinn var erfiður en viðhorfið var gott. Margir leikmenn voru að spila úr stöðum þannig það er erfitt að fara eitthvað nánar út í það."


Steven Bergwijn fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og þá fór Lucas Morua haltrandi útaf í þeim síðari en Nuno er ekki viss hvort þeir verði klárir fyrir helgi.

„Þetta er sársaukafullt og slæmt. Ég get ekki sagt ykkur hvenær þeir verða klárir. Þeir eru í höndum lækna núna en þetta hefur reynst okkur erfitt."

„Þetta er búið að vera hræðilegt ef ég á að vera hreinskilinn. Við ætlum ekki að fela okkur á bakvið neitt en eftir leikinn gegn Watford þá hafa bara slæmir hlutir hent okkur."

„Svona er fótboltinn og við vitum að við þurfum að komast yfir þetta. Við reyndum að sýna leikmönnunum lausnir í dag og að hugsa um leikinn á sunnudag. Þetta sýst um að komast yfir hindranir og mun gera okkur sterkari fyrir framtíðina,"
sagði Nuno í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner