ÍR er komið upp í Lengjudeildina og spilar í fyrsta skiptið í næst efstu deild frá árinu 2018 þegar liðið féll niður í 2. deild. ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Hetti/Hugin, 0-5, fyrir austan og endar með betri markatölu en KFA í 2. sæti deildarinnar.
ÍR vann átta af síðustu tíu leikjum sínum sm dugði til að komast upp í 2. sætið. Lykilsigurinn var endurkomusigurinn gegn KFA um síðustu helgi þar sem liðið sneri 0-2 stöðu í sigur.
KFA vann Sindra 3-1 en liðið endar með sex mörkum verri markatölu en ÍR og situr því eftir með sárt ennið. Mjög sárt fyrir KFA sem virtist stefna hraðbyri upp um deild þegar vel var liðið á mótið en liðið tók einungis þrjá sigra í síðustu sjö leikjunum sem fór með vonir manna fyrir austan.
Haukar unnu KF fyrr í dag, endurkomusigur eftir að hafa lent 0-1 undir í seinni hálfleik, og Þróttur Vogum vann útisigur í Garðabænum.
Meistararnir í Dalvík/Reyni unnu þá 0-2 útisigur á Völsungi á Húsavík.
KFA 5 - 1 Sindri
1-0 Danilo Milenkovic ('19 )
2-0 Marteinn Már Sverrisson ('48 )
3-0 Marteinn Már Sverrisson ('55 )
3-1 Abdul Bangura ('56 )
4-1 Danilo Milenkovic ('81 )
5-1 Marteinn Már Sverrisson ('84 )
Lestu um leikinn
Höttur/Huginn 0 - 5 ÍR
0-1 Stefán Þór Pálsson ('8 )
0-2 Bragi Karl Bjarkason ('23 , víti)
0-3 Ívan Óli Santos ('39 )
0-4 Ívan Óli Santos ('49 )
0-5 Aron Daníel Arnalds ('90 )
Lestu um leikinn
KFG 2 - 4 Þróttur V.
Haukar 3 - 1 KF
Völsungur 0 - 2 Dalvík/Reynir
????????
— Dalvík/Reynir (@dalvik_reynir) September 16, 2023
Þvílíkur dagur!
Þvílikt sumar!
Þvílikt lið!
Þvílíkir stuðningsmenn!
Takk fyrir sumarið???? pic.twitter.com/wnwfxKaxaA
Athugasemdir