RB 2 - 1 Kría
1-0 Maoudo Diallo Ba ('1 )
1-1 Eggert Þorsteinsson ('82 )
2-1 Alexis Alexandrenne ('87 )
Reykjanesbær og Kría áttust við í úrslitaleik 5. deildar í dag þar sem heimamenn tóku forystuna strax á fyrstu mínútu með marki frá Maoudo Diallo Ba.
RB hélt forystunni út fyrri hálfleikinn og allt þar til á 82. mínútu þegar Eggert Þorsteinsson náði að setja jöfnunarmark fyrir gestina frá Seltjarnarnesi.
Þegar allt stefndi í jafntefli var það Alexis Alexandrenne sem breytti leiknum með sigurmarki RB, sem kom á 87. mínútu.
RB er því 5. deildarmeistari á fyrsta ári deildarinnar en bæði RB og Kría fara upp í 4. deildina og munu leika þar á næsta ári.
Athugasemdir