Massimiliano 'Max' Allegri, þjálfari Juventus, segist finna til með franska miðjumanninum Paul Pogba sem á yfir höfði sér langt bann vegna misnotkunar á testósteróni.
Pogba heldur því fram að hann hafi ekki vitað að töflurnar sem hann innbyrti innihéldu ólöglegt magn af testósteróni, en það var vinur hans sem starfar sem læknir í Bandaríkjunum sem mælti með töflunum og útvegaði þær.
Pogba er í tímabundnu banni frá fótbolta og segja ítalskir fjölmiðlar að Juventus sé nú þegar búið að frysta samning leikmannsins og gæti rift honum ef leikmaðurinn verður fundinn sekur um misnotkun á óleyfilegum frammistöðubætandi efnum.
Pogba, sem er 30 ára gamall, verður líklegast dæmdur í tveggja til fjögurra ára bann frá fótbolta ef hann verður fundinn sekur.
„Ég finn til með Pogba en málið er í ferli og það verður að bíða eftir að því ferli ljúki áður en ákvarðanir eru teknar varðandi framtíðina. Hann hefur verið skikkaður í tímabundið bann þannig núna verðum við bara að bíða og sjá hvað gerist," sagði Allegri.
„Paul verður ekki með okkur næstu tvo leiki og svo sjáum við til hvernig staðan er. Eins og staðan er núna þá er mikilvægt að við höldum einbeitingunni á þeim leikmönnum sem eru til staðar og geta spilað fyrir félagið."
Allegri var einnig spurður út í málsókn Leonardo Bonucci gegn Juve, en Bonucci er ósáttur með þá meðhöndlun sem hann fékk hjá félaginu eftir að honum var gert ljóst í sumar að krafta hans væri ekki þarfnast lengur.
„Ég óska honum góðs gengis jafnt innan sem utan vallar. Sápuóperurnar eru í sjónvarpinu en ég er ekki hrifinn af þeim. Bonucci fór til félags sem spilar í Meistaradeildinni. Ég hef ekkert annað um þetta að segja."
Juve hefur farið vel af stað á nýju deildartímabili og er með sjö stig eftir þrjár umferðir. Juve á gríðarlega erfiðan heimaleik gegn Lazio í dag.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Napoli | 35 | 23 | 8 | 4 | 55 | 25 | +30 | 77 |
2 | Inter | 35 | 22 | 8 | 5 | 73 | 33 | +40 | 74 |
3 | Atalanta | 35 | 20 | 8 | 7 | 71 | 31 | +40 | 68 |
4 | Juventus | 35 | 16 | 15 | 4 | 52 | 32 | +20 | 63 |
5 | Roma | 35 | 18 | 9 | 8 | 50 | 32 | +18 | 63 |
6 | Lazio | 35 | 18 | 9 | 8 | 58 | 45 | +13 | 63 |
7 | Bologna | 35 | 16 | 14 | 5 | 53 | 38 | +15 | 62 |
8 | Fiorentina | 35 | 17 | 8 | 10 | 53 | 35 | +18 | 59 |
9 | Milan | 35 | 16 | 9 | 10 | 55 | 39 | +16 | 57 |
10 | Como | 35 | 12 | 9 | 14 | 45 | 48 | -3 | 45 |
11 | Torino | 35 | 10 | 14 | 11 | 39 | 40 | -1 | 44 |
12 | Udinese | 35 | 12 | 8 | 15 | 38 | 49 | -11 | 44 |
13 | Genoa | 35 | 9 | 12 | 14 | 30 | 43 | -13 | 39 |
14 | Cagliari | 35 | 8 | 9 | 18 | 36 | 51 | -15 | 33 |
15 | Parma | 35 | 6 | 14 | 15 | 40 | 54 | -14 | 32 |
16 | Verona | 35 | 9 | 5 | 21 | 30 | 63 | -33 | 32 |
17 | Lecce | 35 | 6 | 9 | 20 | 24 | 57 | -33 | 27 |
18 | Venezia | 35 | 4 | 14 | 17 | 28 | 49 | -21 | 26 |
19 | Empoli | 35 | 4 | 13 | 18 | 27 | 55 | -28 | 25 |
20 | Monza | 35 | 2 | 9 | 24 | 25 | 63 | -38 | 15 |