Wolves og Liverpool eigast við í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Úlfarnir eru á heimavelli og gerir Gary O'Neil þjálfari tvær breytingar á liðinu frá síðustu umferð, þegar Wolves töpuðu á útivelli gegn Crystal Palace þrátt fyrir flotta frammistöðu.
Jeanricner Bellegarde fær tækifæri á miðjunni eftir að hafa verið keyptur í sumar fyrir 15 milljónir evra. Hann kemur inn í byrjunarliðið fyrir Pablo Sarabia, sem var keyptur í janúar og sest á bekkinn. Þá fer Hwang Hee-chan einnig inn í byrjunarliðið og tekur stöðu Fabio Silva í framlínunni.
Hwang er kominn með tvö mörk eftir fjórar umferðir í úrvalsdeildinni þrátt fyrir að spila aldrei meira en einn hálfleik í hverjum leik.
Jürgen Klopp gerir þrjár breytingar á sínu liði eftir sigur gegn Aston Villa fyrir landsleikjahlé, þar sem vekur athygli að hinn efnilegi Jarell Quansah fær sæti í hjarta varnarinnar. Quansah er aðeins 20 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Englands.
Quansah tekur sæti Virgil van Dijk í liðinu vegna leikbanns og færst Joe Gomez úr miðverði og yfir í hægri bakvörð fyrir Trent Alexander-Arnold sem meiddist í sigrinum gegn Villa.
Þá koma tveir nýir leikmenn inn í framlínuna. Diogo Jota og Cody Gakpo byrja í fremstu víglínu ásamt Mohamed Salah, en Klopp hefur ákveðið að hvíla suður-ameríska leikmenn sína sem eru þreyttir eftir langt ferðalag í landsleikjahlénu. Darwin Nunez og Luis Diaz eru á bekknum eftir leiki þeirra með Úrúgvæ og Kólumbíu á dögunum.
Argentínski miðjumaðurinn Alexis Mac Allister byrjar þó leikinn þrátt fyrir að hafa byrjað báða leiki Argentínu í landsleikjahlénu.
Wolves: Sa, Ait-Nouri, Dawson, Kilman, Semedo, Lemina, Neto, Gomes, Cunha, Bellegarde, Hwang
Varamenn: Bentley, Doherty, Traore, Silva, Bueno, Kalajdzic, Doyle, Sarabia, Toti
Liverpool: Alisson, Gomez, Quansah, Matip, Robertson, Mac Allister, Szoboszlai, Jones, Salah, Jota, Gakpo.
Varamenn: Kelleher, Endo, Konate, Diaz, Nunez, Elliott, Tsimikas, Gravenberch, Bajcetic.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |