Mohamed Salah komst ekki á blað en var samt valinn maður leiksins í frábærum endurkomusigri Liverpool á útivelli gegn Wolves.
Heimamenn í Wolverhampton leiddu 1-0 í hálfleik en Salah gaf þrjár stoðsendingar í síðari hálfleik til að innsigla sigur fyrir gestina.
Sky Sports gefur Salah þó aðeins 7 í einkunn fyrir sína frammistöðu. Það er sama einkunn og Luis Diaz, Darwin Nunez og Harvey Elliott fá eftir að hafa komið inn af bekknum hjá Liverpool og breytt gangi mála.
Jarell Quansah, tvítugur miðvörður sem spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með aðalliði Liverpool, stóð sig feykivel og fær einnig 7 í einkunn.
Hwang Hee-chan, Jeanricner Bellegarde og Pedro Neto fengu sjöur í liði Úlfanna, en markvörðurinn José Sá var versti leikmaður liðsins ásamt Mario Lemina og Matheus Cunha sem klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik.
Wolves: Sa (5); Semedo (6), Dawson (6), Kilman (6), Ait-Nouri (6); Lemina (5), Gomes (6); Bellegarde (7), Cunha (5), Neto (7); Hwang (7).
Varamenn: Doherty (6), Silva (6), Bueno (5), Doyle (6), Traore (6)
Liverpool: Alisson (6); Gomez (5), Matip (6), Quansah (7), Robertson (7); Jones (6), Mac Allister (5), Szoboszlai (6); Salah (7), Gakpo (7), Jota (6).
Varamenn: Diaz (7), Nunez (7), Elliott (7), Konate (6)