De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Meistararnir í Lundúnum
Rasmus Höjlund gæti byrjað sinn fyrsta leik
Rasmus Höjlund gæti byrjað sinn fyrsta leik
Mynd: Man Utd
Sjö leikir fara fram í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Lærisveinar Jürgen Klopp í Liverpool heimsækja Wolves í hádegisleiknum en sá hefst klukkan 11:30. Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.

Tottenham, sem hefur byrjað vel undir stjórn Ange Postecoglou, fær nýliða Sheffield United í heimsókn klukkan 14:00 en þá fara nýliðar Luton á Craven Cottage og mæta þar Fulham.

Aston Villa spilar við Crystal Palace og þá fær Manchester United það erfiða verkefni að mæta Brighton. Það vantar marga í lið United og eru ástæðurnar mismunandi. Antony er ekki með þar sem hann er til rannsóknar vegna heimilisofbeldis, Jadon Sancho lenti upp á kant við Erik ten Hag og þá eru menn á borð við Raphael Varane og Luke Shaw frá vegna meiðsla.

Englandsmeistarar Manchester City heimsækja West Ham í Lundúnum áður en Newcastle tekur á móti Brentford í lokaleik dagsins.

Leikir dagsins:
11:30 Wolves - Liverpool
14:00 Fulham - Luton
14:00 Tottenham - Sheffield Utd
14:00 Aston Villa - Crystal Palace
14:00 Man Utd - Brighton
14:00 West Ham - Man City
16:30 Newcastle - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner