Franska félagið Olympique Lyonnais er búið að ráða nýjan þjálfara til starfa, ítölsku HM-hetjuna Fabio Grosso.
Grosso var leikmaður Lyon frá 2007 til 2009 eftir að hafa átt lykilþátt í sigri Ítalíu á HM 2006.
Grosso er 45 ára gamall og tekur við Lyon eftir að hafa stýrt Frosinone síðustu tvö ár við góðan orðstír, en hann kom félaginu upp í efstu deild á Ítalíu í sumar.
Fyrir það stýrði Grosso Sion í Sviss en hann hefur einnig verið við stjórnvölinn hjá Brescia, Bari og Verona í ítalska boltanum eftir að hafa hafið störf sem þjálfari unglingaliðs Juventus.
Lyon endaði í sjöunda sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og hefur farið illa af stað á nýju tímabili þar sem liðið er ekki með nema eitt stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar.
Fabio Grosso is our new coach! ???????
— Olympique Lyonnais ???????????????? (@OL_English) September 16, 2023
The first Italian international to wear our colors between 2007 and 2009 adds a new chapter to his personal history with our club. ????????
Welcome home, Fabio ???????? pic.twitter.com/lvNyPYRXIE