De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 13:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ísak Bergmann með tvær stoðsendingar
Mynd: Fortuna Dusseldorf
Mynd: Bröndby

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem heimsótti Hansa Rostock í B-deild þýska boltans og átti hann frábæran leik með sínu nýja félagi.


Ísak lagði fyrsta mark leiksins upp með einfaldri sendingu á 17. mínútu og leiddi Dusseldorf 1-2 í hálfleik.

Heimamenn í Rostock voru gríðarlega öflugir í síðari hálfleik en þeim tókst ekki að skora og refsuðu gestirnir frá Dusseldorf með marki undir lokin. Þar var Ísak aftur á ferðinni með stoðsendingu en í þetta skiptið var undirbúningurinn frábær, þar sem Ísak óð af stað í skyndisókn og hljóp með boltann upp hálfan völlinn áður en hann fann rétta sendingu.

Lokatölur urðu 1-3 og er Dusseldorf á toppi deildarinnar með 13 stig eftir 6 umferðir. Ísak er kominn með fjórar stoðsendingar í fimm leikjum frá komu sinni til Þýskalands.

Sjáðu seinni stoðsendingu Ísaks

Kristín Dís Árnadóttir lék þá fyrstu 70 mínúturnar í 1-0 sigri Bröndby gegn Fortuna Hjörring í efstu deild danska boltans.

Linnea Borbye gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og er Bröndby með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Hansa Rostock 1 - 3 Dusseldorf

Bröndby 1 - 0 Fortuna Hjörring


Athugasemdir
banner