De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 17:12
Ívan Guðjón Baldursson
Selma með mark og stoðsendingu - Hákon kom við sögu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Roa 0 - 3 Rosenborg
0-1 Cesilie Andreassen ('17)
0-2 Selma Sól Magnúsdóttir ('53)
0-3 Emilie Nautnes ('80)


Selma Sól Magnúsdóttir er að gera frábæra hluti með Rosenborg í norska boltanum og var hún í byrjunarliðinu gegn Roa í dag.

Rosenborg leiddi 0-1 í leikhlé og innsiglaði Selma Sól sigurinn með marki og stoðsendingu í síðari hálfleik. Emilie Nautnes lagði upp fyrir Selmu og endurlaunaði Selma henni greiðann með stoðsendingu síðar í leiknum.

Selma er þar með búin að skora þrjú mörk og gefa sex stoðsendingar í þeim fimm leikjum sem Rosenborg hefur spilað í haust. Mögnuð tölfræði.

Rennes 2 - 2 Lille 

Lamia 2 - 2 OFI Crete

Hákon Arnar Haraldsson fékk að spila síðustu tíu mínútur venjulegs leiktíma í 2-2 jafntefli Lille á útivelli gegn Rennes í franska boltanum.

Lille er með átta stig eftir fimm fyrstu umferðir tímabilsins en hefur aðeins tekist að ná í tvö stig af níu mögulegum á útivelli.

Guðmundur Þórarinsson spilaði þá fyrstu 79 mínúturnar í 2-2 jafntefli OFI Crete á útivelli gegn Lamia í gríska boltanum.

Gummi og félagar í Krít eru þar með sjö stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner