Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem Valencia kom á óvart og skellti Atletico Madrid á meðan Athletic Bilbao lagði Cadiz að velli.
Valencia 3 - 0 Atletico Madrid
1-0 Hugo Duro ('5 )
2-0 Hugo Duro ('34 )
3-0 Javier Guerra Moreno ('54 )
Athletic Bilbao 3 - 0 Cadiz
1-0 Gorka Guruzeta ('66 )
2-0 Asier Villalibre ('68 )
3-0 Inaki Williams ('90 )
Það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleiknum í Valencia þar sem heimamenn sýndu glimrandi flotta takta gegn lærisveinum Giovanni Simeone.
Hugo Duro skoraði tvennu í fyrri hálfleik og mættu gestirnir frá Madríd grimmir til leiks í síðari hálfleikinn, en tókst ekki að gera mikið.
Atletico var sterkari aðilinn eftir leikhlé en átti í bölvuðu basli með að skapa sér færi. Þess í skað skoraði Javi Guerra úr eina færi heimamanna til að innsigla frækinn 3-0 sigur.
Valencia er með níu stig eftir fimm umferðir á meðan Atletico er með sjö stig eftir fjórar.
Athletic Bilbao er í öðru sæti með tíu stig eftir þægilegan sigur gegn Cadiz þar sem Asier Villalibre skoraði og lagði upp.