De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona verður umspilið um sæti í Bestu deildinni
Lengjudeildin
Afturelding og Leiknir eigast við í umspilinu.
Afturelding og Leiknir eigast við í umspilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Núna er það ljóst hvernig umspilið í Lengjudeildinni lítur út. Deildarkeppnin kláraðist í dag. Leikið er eftir nýju fyrirkomulagi þar sem aðeins efsta lið deildarinnar fer beint upp í Bestu deildina en liðin í sætum 2-5 fara í umspil um hitt lausa sætið.

ÍA hafði betur gegn Aftureldingu í baráttunni um efsta sæti deildarinnar og fer því beint upp í Bestu deildina. Afturelding fer í umspiið.

Mosfellingar munu mæta Leikni sem endaði í fimmta sæti deildarinnar. Í hinu einvíginu mætast Vestri og Fjölni.

Í undanúrslitum er leikið heima og að heiman og svo verður hreinn úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni sem spilaður verður á Laugardalsvelli. Sá leikur er kallaður '50 milljóna króna leikurinn'. Búið er að reikna út að sigurliðið muni fá 50 milljónir aukalega í tekjur með því að komast upp.

20 september
Leiknir R. - Afturelding (Domusnovavöllurinn)
Vestri - Fjölnir (Olísvöllurinn)

24. september
Afturelding - Leiknir R. (Malbikstöðin að Varmá)
Fjölnir - Vestri (Extra völlurinn)

30. september
Úrslitaleikurinn
Athugasemdir
banner
banner