Fimm fyrstu leikjum dagsins í þýska boltanum var að ljúka þar sem Borussia Dortmund heimsótti Freiburg í spennandi slag.
Mats Hummels kom Dortmund yfir snemma leiks en Lucas Holer og Nicolas Hofler sneru stöðunni við og leiddi Freiburg í leikhlé, 2-1.
Donyell Malen jafnaði þó leikinn fyrir Dortmund áður en Hofler fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot. Tíu heimamenn í Freiburg réðu ekki við gestina og skoraði Hummels sigurmark Dortmund á 88. mínútu. Marco Reus innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma og urðu lokatölurnar því 2-4.
Dortmund er með átta stig eftir fjórar umferðir á meðan Freiburg situr eftir með sex stig.
RB Leipzig vann þá þægilegan sigur gegn Augsburg þar sem Xavi Simons og Lois Openda lögðu upp fyrir hvorn annan og fóru heimamenn í Leipzig inn í leikhléð með þriggja marka forystu, sem þeir héldu til leiksloka.
Leipzig er með níu stig eftir sigurinn, þremur stigum meira en Union Berlin sem tapaði gegn Wolfsburg í dag þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum.
Stuttgart og Hoffenheim unnu þá útileiki gegn Mainz og Köln.
Að lokum eru það Bochum og Eintracht Frankfurt sem mætast í lokaleik dagsins.
RB Leipzig 3 - 0 Augsburg
1-0 Xavi Simons ('6 )
2-0 Lois Openda ('11 )
3-0 David Raum ('27 )
Freiburg 2 - 4 Dortmund
0-1 Mats Hummels ('11 )
1-1 Lucas Holer ('45 )
2-1 Nicolas Hofler ('45 )
2-2 Donyell Malen ('60 )
2-3 Mats Hummels ('88 )
2-4 Marco Reus ('92)
Rautt spjald: Nicolas Hofler, Freiburg ('83)
Wolfsburg 2 - 1 Union Berlin
1-0 Jonas Wind ('12 )
1-1 Robin Gosens ('28 )
2-1 Joakim Maehle ('30 )
Mainz 1 - 3 Stuttgart
0-1 Serhou Guirassy ('56 )
1-1 Leandro Martins ('69 )
1-2 Serhou Guirassy ('84 )
1-3 Sehrou Guirassy ('97 )
Koln 1 - 3 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric ('1 )
0-2 Florian Grillitsch ('28 )
0-3 Maximilian Beier ('52 )
1-3 Davie Selke ('61 )
Rautt spjald: Rasmus Carstensen, Koln ('91)