Íslendingalið Birmingham vann Wrexham, 3-1, í Hollywood-slag í ensku C-deildinni í kvöld. Liðin eru nú jöfn á toppnum með þrettán stig.
Síðustu daga hefur mikið verið fjallað um leikinn og þá helst vegna eigendanna.
Hollywood-leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds eiga Wrexham á meðan fyrrum NFL-stjarnan Tom Brady á hluta í Birmingham.
Það var því ágætis fjör á milli eigendanna fyrir leikinn, en það var Birmingham sem hafði betur á vellinum.
Willum Þór Willumsson byrjaði í liði Birmingham sem lenti undir á 3. mínútu.
Jay Stansfield svaraði fyrir Birmingham með jöfnunarmarki á 22. mínútu og þá gerði hann annað markið snemma í þeim síðari áður en Tomoki Iwata gerði út um leikinn með þriðja marki þeirra bláu.
Willum lék allan leikinn en Alfons Sampsted kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir.
Birmingham er nú komið upp í annað sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg og Wrexham, sem er á toppnum. Birmingham á leik til góða og þarf aðeins stig til að taka toppsætið.
WELCOME TO BIRMINGHAM ???? pic.twitter.com/mrtGaOox75
— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024
Athugasemdir