Framherjinn Harley Willard hefur rift samningi sínum við Þór á Akureyri og er að skoða í kringum sig.
Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum. Hann var með uppsagnarákvæði í samningi sínum og nýtti sér það.
Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum. Hann var með uppsagnarákvæði í samningi sínum og nýtti sér það.
Willard gekk í raðir Þórs fyrir leiktíðina eftir að hafa síðustu ár leikið með Víkingi Ólafsvík.
Leikmaðurinn knái er 25 ára gamall og fæddur í Englandi, en hefur spilað fyrir yngri landslið Skotlands. Hann er uppalinn hjá Arsenal og Southampton en kom til Víkings í Ólafsvík árið 2019.
Hann vakti fljótt athygli fyrir góða frammistöðu, en hann skoraði 11 mörk í 22 leikjum á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni. Hann fór eftir það í Fylki í efstu deild, en fann sig ekki þar og ákvað að fara aftur til Ólafsvíkur fyrir síðasta ár.
Willard var öflugur fyrir Þór í sumar og skoraði hann ellefu mörk í 22 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Hann er núna að skoða í kringum sig. Fyrr í sumar var Willard á lista yfir leikmenn sem gætu tekið skrefið upp úr Lengjudeildinni og í Bestu deildina. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann taki það skref.
Athugasemdir