Núna styttist í það að fótboltasumarið klárist, það er að styttast í annan endann á þessu.
Ýmsir leikmenn eru örugglega farnir að skoða í kringum sig, skoða næsta skref. Má segja það um marga leikmenn sem spila í Lengjudeildinni.
Líklega eru nokkrir leikmenn farnir að horfa í það að taka skrefið upp á við fyrir næstu leiktíð.
Við ákváðum að taka saman lista yfir leikmenn sem eru tilbúnir að taka skrefið upp í Bestu deildina á næstu leiktíð, gætu tekið skrefið upp í þá bestu.
Leikmenn HK og Fylkis voru ekki teknir með inn í myndina á þessum lista þar sem þeir verða að öllum líkindum upp í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn komust á þennan ágæta lista sem var settur saman.
Aron Elí Sævarsson (Afturelding) - Öflugur bakvörður og leiðtogi mikill. Vinstri bakvörður er staða sem nokkur lið eiga í vandræðum með.
Kjartan Kári Halldórsson (Grótta) - Mjög efnilegur leikmaður sem bestu lið landsins hljóta að horfa til. Er markahæstur í deildinni með 14 mörk.
Marciano Aziz (Afturelding) - Belgískur unglingalandsliðsmaður sem hefur heillað marga í Mosfellsbænum. Lið í Bestu hljóta að horfa til hans.
Luke Rae (Grótta) - Enskur leikmaður sem hefur staðið sig vel með Gróttu. Var áður í Vestra og Tindastól, en hann gerði garðinn frægann á Króknum.
Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir) - Leikmaður sem hefur spilað mjög vel með Fjölni. Væri gríðarlega gaman að sjá hann taka skrefið upp.
Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir) - Efnilegur markvörður sem gaman væri að sjá taka skrefið upp í efstu deild. Lið eins FH og ÍBV hljóta að fá sér markvörð í vetur.
Harley Willard (Þór) - Væri gaman að sjá hann í deild þeirra Bestu. Er búinn að gera ellefu mörk í 18 leikjum í sumar.
Athugasemdir