Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 16:02
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Jón Daði: Förum í leikinn af fullri alvöru
Icelandair
Jón Daði á fréttamannafundi í dag.
Jón Daði á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og alþjóð veit þá eru möguleikar Íslands á að komast á EM úr riðlinum ekki til staðar fyrir lokaleikinn gegn Moldóvu annað kvöld.

Það má segja að leikurinn hafi skyndilega breyst í vináttuleik en Jón Daði Böðvarsson segir að leikmenn Íslands séu sólgnir í að klára riðilinn með sigri.

„Menn ætla að klára þennan riðil með sæmd. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að hafa ekki náð sigri í Istanbúl. Við vorum 'skúffaðir' í eitt kvöld en svo næsta dag vorum við byrjaðir að hugsa um næsta leik," sagði Jón Daði á fréttamannafundi hér í Moldóvu í dag.

„Við förum inn í þennan leik af fullri alvöru og ætlum að klára þennan leik með góðri tilfinningu. Vonandi náum við að klára þetta með sigri."

Leikur Moldóvu og Íslands verður klukkan 21:45 að staðartíma, 19:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner