Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. nóvember 2019 19:33
Brynjar Ingi Erluson
U21: Eiður Smári fékk rautt í þriggja marka tapi gegn Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalía 3 - 0 Ísland U21
1-0 Riccardo Sottil ('33 )
2-0 Patrick Cutrone ('84 )
3-0 Patrick Cutrone ('90 )

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrir Ítalíu í kvöld, 3-0, í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið var afar hættulegt í fyrri hálfleik og átti þrjú góð færi en Marco Carnesecchi varði vel í tvígang og þá átti Kolbeinn Birgir Finnsson skot í stöng.

Riccardo Sottil kom Ítalíu yfir á 33. mínútu áður en Patrick Cutrone, leikmaður Wolves, bætti við tveimur mörkum undir lok leiks. Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsins, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins en það ætlaði allt að sjóða upp úr er Jón Dagur Þorsteinsson sparkaði boltanum í leikmann Ítalíu.

Ísland er með 9 stig í 3. sæti riðilsins, stigi á eftir Ítalíu sem á leik til góða en Írland er á toppnum með 12 stig eftir sex leiki.

Byrjunarlið Íslands: Patrik Sigurður Gunnarsson (M), Alfons Sampsted, Ari Leifsson, Finnur Tómas Pálmason, Hörður Ingi Gunnarsson, Alex Þór Hauksson, Stefán Teitur Þórðarson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Jón Dagur Þorsteinsson (F), Sveinn Aron Guðjohnsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner