„Við náðum að harka þetta út. Þetta var ljótur leikur, mjög ljótur leikur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Íslands, eftir 0-2 sigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni.
„Það var ekki boðlegt að spila á þessum velli. Þetta var bara bardagi og mér fannst við sýna góðan bardaga."
„Það var ekki boðlegt að spila á þessum velli. Þetta var bara bardagi og mér fannst við sýna góðan bardaga."
„Það voru gæðin hjá strákunum frammi sem kláruðu þetta. Við líka héldum hreinu. Hrós á strákana."
Gulli Victor þurfti að koma snemma inn á eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist. Hann gerði sitt mjög vel.
„Ég er ekki búinn að spila í smá tíma með landsliðinu en ég mæti hingað og er fagmaður, geri mitt. Ég bíð eftir tækifærinu og það kom í dag. Það var vissulega leiðinlegt að það kom á þessum forsendum, að Aron hafi meiðst. Ég geri mitt besta í að hjálpa liðinu innan sem utan vallar."
Strákarnir náðu að klára leikinn og búa þannig til úrslitaleik gegn Wales í næstu viku.
„Það verður allt annar leikur. Völlurinn er frábær og leikvangurinn geggjaður. Það verður örugglega góð stemning. Við þurfum að vera klárir," sagði Gulli Victor.
Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir