Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   lau 16. nóvember 2024 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við náðum að harka þetta út. Þetta var ljótur leikur, mjög ljótur leikur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Íslands, eftir 0-2 sigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni.

„Það var ekki boðlegt að spila á þessum velli. Þetta var bara bardagi og mér fannst við sýna góðan bardaga."

„Það voru gæðin hjá strákunum frammi sem kláruðu þetta. Við líka héldum hreinu. Hrós á strákana."

Gulli Victor þurfti að koma snemma inn á eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist. Hann gerði sitt mjög vel.

„Ég er ekki búinn að spila í smá tíma með landsliðinu en ég mæti hingað og er fagmaður, geri mitt. Ég bíð eftir tækifærinu og það kom í dag. Það var vissulega leiðinlegt að það kom á þessum forsendum, að Aron hafi meiðst. Ég geri mitt besta í að hjálpa liðinu innan sem utan vallar."

Strákarnir náðu að klára leikinn og búa þannig til úrslitaleik gegn Wales í næstu viku.

„Það verður allt annar leikur. Völlurinn er frábær og leikvangurinn geggjaður. Það verður örugglega góð stemning. Við þurfum að vera klárir," sagði Gulli Victor.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir