Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   lau 16. nóvember 2024 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við náðum að harka þetta út. Þetta var ljótur leikur, mjög ljótur leikur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Íslands, eftir 0-2 sigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni.

„Það var ekki boðlegt að spila á þessum velli. Þetta var bara bardagi og mér fannst við sýna góðan bardaga."

„Það voru gæðin hjá strákunum frammi sem kláruðu þetta. Við líka héldum hreinu. Hrós á strákana."

Gulli Victor þurfti að koma snemma inn á eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist. Hann gerði sitt mjög vel.

„Ég er ekki búinn að spila í smá tíma með landsliðinu en ég mæti hingað og er fagmaður, geri mitt. Ég bíð eftir tækifærinu og það kom í dag. Það var vissulega leiðinlegt að það kom á þessum forsendum, að Aron hafi meiðst. Ég geri mitt besta í að hjálpa liðinu innan sem utan vallar."

Strákarnir náðu að klára leikinn og búa þannig til úrslitaleik gegn Wales í næstu viku.

„Það verður allt annar leikur. Völlurinn er frábær og leikvangurinn geggjaður. Það verður örugglega góð stemning. Við þurfum að vera klárir," sagði Gulli Victor.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner