Bruno sagði að stjórnendur Man Utd hafi reynt að vísa honum á dyr þegar rausnarlegt tilboð frá Sádi-Arabíu kom síðasta sumar.
Stjórnarmenn Manchester United taka fyrir það að félagið hafi reynt að ýta miðjumanninum Bruno Fernandes á dyr.
Bruno Fernandes sagði nýverið í viðtali að stjórnendur Manchester United hafi reynt að neyða hann til að yfirgefa félagið þegar rausnarlegt tilboð barst frá Sádi-Arabíu síðasta sumar.
Al-Hilal vildi fá Bruno en hann ákvað sjálfur að vera áfram á Old Trafford.
Bruno Fernandes sagði nýverið í viðtali að stjórnendur Manchester United hafi reynt að neyða hann til að yfirgefa félagið þegar rausnarlegt tilboð barst frá Sádi-Arabíu síðasta sumar.
Al-Hilal vildi fá Bruno en hann ákvað sjálfur að vera áfram á Old Trafford.
Samkvæmt heimildum Manchester Evening News er enginn vilji innan félagsins til að láta Fernandes fara næsta sumar.
Þess heldur segja hátt settir aðilar innan félagsins að United hafi verið skýrt í afstöðu sinni um að vilja halda Bruno og litið á hann sem lykilmann til frambúðar.
Athugasemdir






