Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   sun 17. janúar 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bayern getur aukið forystuna
Það eru tveir leikir á dagskrá í þýska boltanum í dag þar sem FC Bayern tekur á móti Freiburg og freistar þess að auka forystu sína á toppnum í fjögur stig. Næstu lið fyrir neðan, RB Leipzig, Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund, misstigu sig öll í gær og fyrradag.

Stórveldi Bayern vermir toppsætið, með einu stigi meira en RB Leipzig og leik til góða.

Freiburg gæti þó veitt góða andstöðu þar sem liðið er á blússandi siglingu í deildinni, með fimm sigra í röð.

Eftir að leiknum í München lýkur spilar Eintracht Frankfurt heimaleik við Schalke.

Frankfurt getur komist í Evrópubaráttuna með sigri á meðan botnlið Schalke leitar að öðrum sigri deildartímabilsins, liðið er aðeins með 7 stig eftir 15 umferðir.

Viaplay sýnir þýska boltann hér á landi.

Leikir dagsins:
14:30 Bayern München - Freiburg
17:00 Eintracht Frankfurt - Schalke 04
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Eintracht Frankfurt 7 3 1 3 19 18 +1 10
8 Hoffenheim 7 3 1 3 12 12 0 10
9 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
10 Freiburg 7 2 3 2 11 11 0 9
11 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
12 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 St. Pauli 7 2 1 4 8 12 -4 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner